Þingflokkur sjálfstæðismanna fundar um stöðuna

Létt var yfir þingmönnunum nýbökuðu í dag.
Létt var yfir þingmönnunum nýbökuðu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins kom sam­an í Alþing­is­hús­inu klukk­an tíu í morg­un og fór yfir stöðuna í kjöl­far alþing­is­kosn­inga helgar­inn­ar. Þing­manna­fjöldi flokks­ins stend­ur í stað á milli kosn­inga en nokkuð er um ný and­lit og eru þau fjög­ur af þeim sex­tán sem náðu kjöri í kosn­ing­un­um á laug­ar­dag. 

Nokkuð létt var yfir ný­bökuðum þing­mönn­um þegar ljós­mynd­ara mbl.is bar að garði, eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um. 

Þing­flokk­ur Vinstri grænna fundaði í gær og mun Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn funda síðdeg­is.

Hér sjást nokkur ný andlit, f.v. Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind …
Hér sjást nokk­ur ný and­lit, f.v. Guðrún Haf­steins­dótt­ir og Berg­lind Ósk Guðmunds­dótt­ir. Við hlið þeirra sit­ur reynslu­bolt­inn Ásmund­ur Friðriks­son. Hinum meg­in við hann sit­ur nýi þingmaður­inn Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir en við henn­ar hlið er Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra sem er sann­ar­lega eng­inn nýgræðing­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna ætla að ræða sam­an 

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir juku þing­meiri­hluta sinn í alþing­is­kosn­ing­un­um á laug­ar­dag og stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir fengu eng­an veg­inn það fylgi, sem þeir höfðu talið inn­an seil­ing­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur vann mik­inn sig­ur og hef­ur nú 13 þing­menn, en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stóð nán­ast í stað á meðan VG missti þrjá þing­menn. 

For­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna hafa sagst ætla að ræða sam­an, en Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir blasa við að stjórn­ar­flokk­arn­ir ræði sam­an um áfram­hald­andi sam­starf. Nýj­ar kosn­ing­ar marki þó alltaf nýtt upp­haf og það þurfi all­ir flokk­ar að ræða sín á milli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert