Smitaður einstaklingur á kosningavöku Framsóknar

Frá kosningavöku Framsóknarflokksins.
Frá kosningavöku Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingur smitaður af Covid-19 sótti kosningavöku Framsóknar á laugardagskvöld samkvæmt heimildum mbl.is.

Á níunda tímanum í kvöld bárust þeim sem sóttu kosningavökuna smáskilaboð frá Framsókn þar sem þetta kemur fram. Þar segir að einstaklingar berskjaldaðir fyrir smiti hafi nú verið sendir í sóttkví.

Þá eru gestir vinsamlegast beðnir um að hafa augun opin fyrir einkennum og eru þeir jafnframt hvattir til að fara í sýnatöku, komi einkenni fram.

Skilaboðin í heild sinni:

„Kæri viðtakandi! Takk fyrir komuna á kosningavöku Framsóknar. Nú í vikunni greindist einstaklingur með Covid sem var í samkvæminu. Einstaklingar útsettir fyrir smiti eru komnir í sóttkví og gestir eru vinsamlegast beðnir um að vera vakandi fyrir einkennum Covid 19 og bregðast við með því að fara í sýnatöku komi einhver einkenni fram. B.kv. Framsókn“

Smáskilaboðin frá Framsókn.
Smáskilaboðin frá Framsókn. Skjáskot
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka