Forsæti Katrínar skilyrði

Gestir í Dagmálum Morgunblaðsins telja stjórnarmyndunarviðræður ganga vel fyrir sig, en að sögn innanbúðarmanns hjá Vinstri grænum er það forsenda stjórnarþátttöku flokks hans, að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra.

„Þau eru vön,“ segir Svanhildur Hólm Valsdóttir um viðræður formanna stjórnarflokkanna um endurnýjað stjórnarsamstarf og á ekki von á því að það taki þá langan tíma að ná saman um samstarf. Hins vegar geti tekið tíma að semja stjórnarsáttmálann. rétt sé að gefa sér tíma til slíks. Hún var áður fyrr aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og hefur því meira en nasasjón af því hvernig stjórnarmyndun gengur fyrir sig.

Svanhildur minnir einnig á að það sé ekkert að því að hrófla við ráðuneytum, flytja verkefni milli þeirra eða stofna ný um stjórnarstefnuna. Undir það tóku aðrir gestir þáttarins, þau Stefán Pálsson og Svanborg Sigmarsdóttir.

Stefán, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir Vinstri græn, taldi vel mega færa ráðuneyti á milli eins og þyrfti, en útilokaði þó eina slíka hrókeringu. „Við förum ekkert inn í einhverja ríkisstjórn með annan forsætisráðherra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert