Uppkosningar ýtrasta úrræðið

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis kemur saman á sínum fyrsta fundi í dag til þess að fara yfir þau kjörbréf sem landskjörstjórn gaf út og undirbúa tillögur til þingsins um afgreiðslu þeirra. Þá fær nefndin í hendurnar fram komnar kærur.

Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, birti nýverið kæru sem hann lagði fram til kjörbréfanefndar í kjölfar endurtalningar atkvæða í kjördæminu. Magnús fer fram á uppkosningu, en hann náði ekki kjöri í kosningunum.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, var meðal þeirra sem duttu út af þingi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, hafa látið útbúa kæru sem verður að öllum líkindum lögð fram í dag.

Kærufrestur almennings er fjórar vikur frá kosningum og því kunna að bætast við fleiri eftir að nefndin hefur störf.

Allir möguleikar skoðaðir

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, situr í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar. Hann segir að þó að lögin heimili uppkosningu, sé það ýtrasta úrræðið. Fyrst þurfi að skoða alla aðra möguleika í þaula. Nefndin verði að komast að lögfræðilega réttri niðurstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert