Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist fagna nýju fólki inn í flokkinn.
Deilir hann á Facebook frétt mbl.is og Morgunblaðsins af þeirri ákvörðun þingmannsins Birgis Þórarinssonar að skipta úr Miðflokknum yfir í Sjálfstæðisflokkinn.
„Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins,“ skrifar Bjarni í stuttri færslu.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist í samtali við mbl.is ekki munu fylgja á eftir Birgi inn í Sjálfstæðisflokkinn.