Léttara yfir formönnum

Ráðherrabústaðurinn.
Ráðherrabústaðurinn. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Gott hljóð er sagt vera í for­mönn­um rík­is­stjórn­ar­flokk­anna og að viðræður þeirra gangi vel. Þetta segja stjórn­arþing­menn, sem Morg­un­blaðið ræddi við, en for­menn­irn­ir verj­ast sem fyrr allra frétta og svara spurn­ing­um um viðræðurn­ar afar al­mennt.

Stjórn­arþing­menn segja ekk­ert benda til þess að viðræðurn­ar sigli í strand þótt þær taki tíma. Einn þeirra minnti á að þessi kafli viðræðnanna hefði tekið um þrjár vik­ur síðast, en þá hafi verið mun meiri tíma­pressa. For­menn­irn­ir hafi sagst ætla að gefa sér góðan tíma að þessu sinni og því sé ekki óvar­legt að gera ráð fyr­ir því að menn ræði sam­an út mánuðinn.

Mik­ill tími hef­ur farið í að finna lausn­ir á óupp­gerðum mál­um frá fyrra kjör­tíma­bili, en þar mun hafa þokast nægi­lega mikið áfram til þess að farið er að ræða frek­ari stefnu­mót­un fyr­ir nýhafið kjör­tíma­bil. Þar eru efna­hags­mál­in efst á blaði, en þar blasa marg­ar áskor­an­ir við og áhersl­ur flokk­anna mis­mun­andi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert