„Við erum að púsla saman mynd“

Fundað í Borgarnesi.
Fundað í Borgarnesi. mbl.is/Theódór Kr. Þórðarson

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hélt í vettvangsferð inn í Borgarnes í dag þar sem atkvæði voru talin í alþingiskosningunum í september. 

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður.
Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður. Ljósmynd/Aðsend

Að sögn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, nefndarmanns og þingmanns Framsóknar, hefur ferðin verið afar gagnleg. Nefndin kynnti sér aðstæður í húsnæði lögreglunnar og sýslumanns á Vesturlandi þar sem atkvæðaseðlar eru geymdir í læstum og innsigluðum fangaklefa. 

Ónotaðir seðlar taldir 

Þá fylgdist nefndin með því þegar ónotaðir atkvæðaseðlar voru taldir að nýju og stemmdir af við þær tölur sem tilkynntar voru til landskjörstjórnar. 

Að því loknu hélt nefndin í Hótel Borgarnes, þar sem talning atkvæða fór fram eins og frægt er orðið. Þar kynnti nefndin sér aðstæður, hvernig raðað var upp og svo framvegis.

Eftirlitsmyndavélar ná yfir aðkomu salarins

Eftirlitsmyndavélar á hótelinu voru skoðaðar. Spurð út í dekkun myndavélanna segir Líneik Anna að þær nái yfir aðkomu að salnum þar sem talningin fór fram, en ekki allan salinn sjálfan. 

Diljá Mist Einarsdóttir og Inga Sæland ásamt þingverði mæta til …
Diljá Mist Einarsdóttir og Inga Sæland ásamt þingverði mæta til fundar. mbl.is/Theódór Kr. Þórðarson

Sem stendur nýtir nefndin síðan tímann eftir heimsóknir til að funda í Borgarnesi. Líneik segir að ekki liggi nákvæmlega fyrir hversu langt fundarhöld munu ná í dag og þannig hverja tekst að kalla til fundar en í það minnsta verði rætt við starfsfólk hótelsins. 

Í för með nefndinni eru nokkrir starfsmenn Alþingis; tveir þingverðir, tæknimaður og tveir nefndarritarar. 

Nefndin samstiga í vinnunni

„Núna erum við í ferli og það er ekkert merkilegra en annað á þessum tímapunkti. Við erum að púsla saman mynd,“ sagði Líneik Anna í samtali við mbl.is 

Birgir Ármansson, formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa mætir í til …
Birgir Ármansson, formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa mætir í til fundar í Borgarnesi. mbl.is/Theódór Kr. Þórðarson

Hún segir vettvangsferðina hafa verið að beiðni nefndarmanna. „Það skiptir miklu máli að við reynum að kynna okkur allt sem getum til þess að fylla út í þessa heildarmynd, til að geta safnað saman gögnum fyrir þingfund, sem kemur til með að taka afstöðu til kjörbréfa.“

Auk þess segir Líneik mikinn samhljóm um mikilvægi ferðarinnar og nefndina samstiga í vinnunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert