Fylgi Framsóknarflokksins heldur áfram að aukast og fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú tveimur prósentustigum lægra en flokkurinn fékk í alþingiskosningum í síðasta mánuði.
Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar könnnunar MMR á fylgi stjórnmálaflokkanna, nú þegar mánuður er liðinn frá kosningum til Alþingis.
Þeir flokkar sem mælast nú með meira fylgi en þeir fengu í kosningunum eru Framsókn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn. Aðrir flokkar mælast með minna fylgi en þeir hlutu í kosningunum.
Fylgi flokkanna er samkvæmt könnuninni sem hér segir:
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 21,1% og var 24,4% í síðustu kosningum.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 17,9% og mældist 17,3% í síðustu kosningum.
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,1% og mældist 12,6% í síðustu kosningum.
Fylgi Pírata mældist nú 11,7% og mældist 8,6% í síðustu kosningum.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 10,1% og mældist 9,9% í síðustu kosningum.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 10,0% og mældist 8,3% í síðustu kosningum.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 7,8% og mældist 8,8% í síðustu kosningum.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,5% og mældist 4,1% í síðustu kosningum.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 3,2% og mældist 5,4% í síðustu kosningum.
Stuðningur við aðra mældist 0,6% samanlagt.