Framsókn hækkar enn – Sjálfstæðisflokkurinn dalar

Mikil stemning var á kosningavöku Framsóknar.
Mikil stemning var á kosningavöku Framsóknar. mbl.is/Hólmfríður

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins held­ur áfram að aukast og fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæl­ist nú tveim­ur pró­sentu­stig­um lægra en flokk­ur­inn fékk í alþing­is­kosn­ing­um í síðasta mánuði. 

Þetta eru helstu niður­stöður nýrr­ar könnn­un­ar MMR á fylgi stjórn­mála­flokk­anna, nú þegar mánuður er liðinn frá kosn­ing­um til Alþing­is.

Þeir flokk­ar sem mæl­ast nú með meira fylgi en þeir fengu í kosn­ing­un­um eru Fram­sókn, Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in og Viðreisn. Aðrir flokk­ar mæl­ast með minna fylgi en þeir hlutu í kosn­ing­un­um. 

Fylgi flokk­anna er sam­kvæmt könn­un­inni sem hér seg­ir: 

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins mæld­ist nú 21,1% og var 24,4% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins mæld­ist nú 17,9% og mæld­ist 17,3% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Vinstri grænna mæld­ist nú 12,1% og mæld­ist 12,6% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Pírata mæld­ist nú 11,7% og mæld­ist 8,6% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæld­ist nú 10,1% og mæld­ist 9,9% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Viðreisn­ar mæld­ist nú 10,0% og mæld­ist 8,3% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Flokks fólks­ins mæld­ist nú 7,8% og mæld­ist 8,8% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Sósí­al­ista­flokks Íslands mæld­ist nú 5,5% og mæld­ist 4,1% í síðustu kosn­ing­um.
Fylgi Miðflokks­ins mæld­ist nú 3,2% og mæld­ist 5,4% í síðustu kosn­ing­um.
Stuðning­ur við aðra mæld­ist 0,6% sam­an­lagt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert