Undirbúningsnefnd kjörbréfa á lokasprettinum

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis.
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur vinnufund í dag með aðilum sem hafa reynslu af talningarstarfsemi. Í næstu viku má búast við að nefndin taki afstöðu til þeirra álitamála sem hafa komið upp í sambandi við síðastliðnar alþingiskosningar. Þetta segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Nefndin mun funda daglega það sem eftir er af þessari viku. Í dag verður fundur með aðilum sem hafa reynslu af talningarstarfi. Þeirra á meðal eru starfsmenn sem töldu atkvæði í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í september.

Hlutir skýrast í næstu viku

„Tilgangur fundarins er að nefndarmenn átti sig betur á því hvernig fyrirkomulag talningar í kosningum er og verður horft til Norðvesturkjördæmis en sömuleiðis til annarra kjördæma til að fá betri mynd á það hvernig vinnulagið er í talningarferlinu,“ segir Birgir.

Birgir segir nefndina á lokasprettinum í gagnaöflun en verkefni nefndarinnar er tvíþætt. Annars vegar þarf hún að afla sér gagna og hins vegar þarf hún að taka afstöðu til þeirra álitamála sem koma upp.

„Ég held að við séum á lokasprettinum með að afla þeirra gagna sem við þurfum og í beinu framhaldi förum við að ræða þau atriði sem kalla á mat af okkar hálfu. Ég vil ekki slá neinu föstu en ég held hins vegar að ef þessi vika nýtist vel ættu hlutir að skýrast í næstu viku.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert