Ákvörðun Eyþórs kom mjög á óvart

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Eyþórs Arnalds, oddvita flokksins, um að gefa ekki kost á sér í borgarstjórnarkosningunum í vor hafa komið sér á óvart.

„Þetta var sannarlega mjög óvænt. Ég var full tilhlökkunar að eiga uppbyggilega og málefnalega prófkjörsbaráttu,“ segir Hildur, sem fagnar því engu að síður að Eyþór ætlar að klára kjörtímabilið.

„Hann var búinn að tilkynna að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri og það var útlit fyrir að baráttan yrði á milli okkar. Við höfðum handsalað að það yrði gert af drengskap en nú hefur orðið breyting á,“ bætir hún við og kveðst eiga alveg eins von á því að einhver nýr frambjóðandi stígi fram á sjónarsviðið í stað Eyþórs.

Spurð hvort Eyþór hafi mögulega óttast samkeppni við hana segist hún ekki vilja tjá sig um það. „Hann hefur sínar ástæður og ég virði það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert