Inga Þóra Pálsdóttir
Alls greiddu 312 manns atkvæði í prófkjöri Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, en á kjörskrá voru 1896 manns. Því var kjörsókn um 16%.
Í prófkjörinu árið 2018 kusu 284 manns. Þannig kusu nú 28 fleiri en síðast.
Eins og mbl.is hefur greint frá þá heldur borgarfulltrúinn Dóra Björt Guðjónsdóttir oddvitasæti sínu. Borgarfulltrúinn Alexandra Briem skipar annað sæti.
Í prófkjöri Pírata í Kópavogi kusu 153 manns.
Prófkjörið var sérstakt að því leyti að það var opið pírötum á landsvísu. Alls eru 5365 skráðir í flokkinn og var kjörsóknin því um 3%.
Alls eru 267 einstaklingar skráðir félagar í Pírötum í Kópavogi. Ekki er vitað hversu margir af þeim tóku þátt í prófkjörinu.
Í síðasta prófkjöri árið 2018 kusu 208 manns, fjölgar þátttakendum því um 59. Rétt eins og núna var prófkjörið þá einnig opið pírötum á landsvísu.
Bæjarfulltrúinn Sigurbjörg Erla Egilsdóttir heldur oddvitasæti sínu eins og Dóra Björt í Reykjavík.
Prófkjörin í Reykjavík og Kópavogi voru bæði rafræn.