Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram í dag og á morgun þar sem kosið verður á fimm stöðum í borginni.
Utankjörfundi lauk klukkan fjögur í gær og voru þar greidd 539 atkvæði. Um tuttugu þúsund manns eru á kjörskrá.
Margir sjálfboðaliðar verða við talningar sem hefjast um leið og kjörstöðum lokar á morgun klukkan 18.00 og búast má við fyrstu tölum um klukkustund síðar, samkvæmt Unni Brá Konráðsdóttur, formanns kjörstjórnar.