„Gott að finna svona afgerandi stuðning“

Hildur Björnsdóttir, nýkjörin borg­ar­full­trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir, nýkjörin borg­ar­full­trúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

„Til­finn­ing­in er góð og það er gott að finna svona af­ger­andi stuðning,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir ný­kjör­inn odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við að stuðning­ur­inn sé góðs viti fyr­ir kosn­inga­bar­átt­una framund­an.

Hún seg­ir próf­kjörið hafa verið skemmti­legt og kröft­ugt. 

„Hérna kom sam­an risa­stór hóp­ur af fjöl­breytt­um fram­bjóðend­um sem að höfðu margt fram að færa. Sum­ir náðu ár­angri og aðrir ekki en von­andi verða all­ir reiðubún­ir að taka sam­an þátt í kosn­ing­un­um í vor til að fylgja þessu í höfn.“

At­kvæðin skiluðu sér að lok­um

Hild­ur seg­ist vera ánægð með kjör­sókn í próf­kjör­inu en 5.445 greiddu at­kvæði en gild at­kvæði voru 5.292. Í leiðtoga­próf­kjöri flokks­ins fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar árið 2018 tóku 3.885 þátt í próf­kjör­inu.

„Kosn­ing­in fór hægt af stað en fólk skilaði sér að lok­um og ég var ánægð með niður­stöðuna.“

Framund­an er að boða sam­an nýja lista flokks­ins sem Sjálf­stæðis­menn völdu í próf­kjör­inu, að sögn Hild­ar. 

„Þetta er mjög fjöl­breytt­ur, breiður og öfl­ug­ur hóp­ur. Við þurf­um að fara leggja drög að næstu vik­um. Við ætl­um okk­ur stóra hluti í vor.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert