Sjálfstæðisflokkurinn í borginni skreppur saman

Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með minna fylgi en Píratar í Reykjavík í nýrri fylgiskönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. 

Samfylkingin mælist stærst eða með 26,7% fylgi. Píratar koma þar næst á eftir með 17,9% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla Pírata með 16,2% fylgi. 

Í síðustu borgarstjórnarkosningum hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 30,8% fylgi en síðasta könnun Prósents benti til þess að hann fengi 19,4%. Sú fylgiskönnun var framkvæmd í lok apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert