Hildur segir forgangsmál að komast í meirihluta

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík og borg­ar­full­trúi seg­ir í sam­tali við mbl.is „al­gjört for­gangs­mál“ að kom­ast í meiri­hluta í borg­inni.

Nú­ver­andi meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar er fall­inn og því óvissa um sam­setn­ingu meiri­hluta fyr­ir kom­andi kjör­tíma­bil.

Er for­gangs­mál hjá þér að kom­ast í meiri­hluta?

„Já, það er al­gjört for­gangs­mál. Við vilj­um hafa áhrif í borg­inni og standa við það sem við lofuðum kjós­end­um okk­ar.“

Pírat­ar, Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Sósí­al­ist­ar hafa gefið það út að þau munu ekki mynda borg­ar­stjórn með Sjálf­stæðis­flokkn­um. 

Ger­ir það ekki meiri­hluta­sam­starf ykk­ar erfitt?

„Það eru alls kon­ar mögu­leik­ar á teikni­borðinu. Nú þarf bara aðeins að sjá hvernig næstu dag­ar spil­ast,“ seg­ir Hild­ur en hún seg­ir eng­ar form­leg­ar viðræður hafn­ar held­ur „bara óform­leg sam­töl“.

Þakk­lát þrátt fyr­ir sögu­lega lágt fylgi

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk minnsta fylgi í borg­inni í sögu flokks­ins, 24,5 pró­sent, en Fram­sókn fékk sögu­lega hátt fylgi, 18,7 pró­sent.

„Við erum búin að vita það í marg­ar vik­ur að fylgið myndi minnka frá síðustu kosn­ing­um. Við vor­um að horfa á síðustu vik­ur frek­ar slæm­ar kann­an­ir, ekki síst eina sex­tán pró­senta könn­un nokkr­um dög­um fyr­ir kjör­dag. Það gaf okk­ur byr í segl­in og við tók­um ótrú­leg­an loka­sprett. Við erum ótrú­lega þakk­lát fyr­ir þessa niður­stöðu, “seg­ir Hild­ur.

„Stóru tíðind­in eru þau að meiri­hlut­inn er fall­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn í borg­inni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert