Getur ekki setið undir orðum þingmannsins

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég get ekki setið und­ir þess­um orðum þing­manns­ins,“ sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, þegar hann og Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, körpuðu um út­lend­inga­stefnu á Alþingi í dag. 

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um beindi Sig­mar spurn­ingu til ráðherra. Full­yrti hann að fram­koma gagn­vart börn­um og fjöl­skyld­um á flótta hafi orðið „sí­fellt harðari og ómann­eskju­legri“ hjá ís­lensk­um yf­ir­völd­um á síðustu fimm árum. Nú standi til að vísa 300 ein­stak­ling­um úr landi og sagði Sig­mar aðstæður hjá Grikkj­um vera „al­ger­lega óboðleg­ar“.

Því vil ég spyrja hæstv. fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra og vara­formann VG hvernig hann get­ur rétt­lætt það fyr­ir sjálf­um sér að senda annað fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei kalla yfir sig og sína?

Ýmis­legt í löng­um inn­gangi að spurn­ing­unni hjá Sig­mari féll ekki sér­stak­lega í kramið hjá ráðherr­an­um. „Ég þakka hv. þing­manni fyr­ir fyr­ir­spurn­ina. Sú umræða sem hér hef­ur verið í dag hef­ur gengið út á það að hér sé rek­in ein harðasta út­lend­inga­stefna á Norður­lönd­un­um og jafn­vel þótt víðar væri leitað. Þá spyr ég mig: Hvers vegna er það sem Íslend­ing­ar hafa núna síðan árið 2018, og þá minni ég á þá staðreynd að Katrín Jak­obs­dótt­ir tók við sem for­sæt­is­ráðherra árið 2017, í sí­aukn­um mæli tekið á móti fleira og fleira fólki, svo mun­ar hundruðum. Það er já­kvætt. En samt þarf maður að sitja und­ir því að hér sé verið að gera minna en aðrir eða önn­ur lönd. Töl­urn­ar tala sínu máli, hv. þingmaður.

Við get­um líka farið ofan í saum­ana á því hvort hér sé út­lend­inga­stefna sem sé harðari eða að verða jafn hörð og er að ger­ast á Norður­lönd­un­um, eins og t.d. í Dan­mörku. Það nátt­úr­lega stenst enga skoðun eins og for­sæt­is­ráðherra fór ágæt­lega yfir áðan. Við get­um líka horft til þess hvaða breyt­ing­ar það eru sem ís­lensk stjórn­völd eru að gera núna með því að færa þjón­ustu við fólk sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd úr dóms­málaráðuneyt­inu og yfir til fé­lags­málaráðuneyt­is­ins. Það er já­kvæð breyt­ing, hv. þingmaður. Það er mjög já­kvæð breyt­ing vegna þess að þar með get­um við sam­hæft þjón­ust­una og við get­um tekið bet­ur á móti fólki. Og hvað höf­um við verið að gera, þessi rík­is­stjórn? Hverju hef ég beitt mér fyr­ir sem fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, þessa fáu mánuði sem ég hef setið í því embætti? Jú, að fá fleira fólk frá Af­gan­ist­an, svo dæmi sé tekið, þar sem við erum að taka utan um kon­ur sem eru ein­stæðar, sem búa við raun­veru­leika sem við get­um ekki einu sinni gert okk­ur í hug­ar­lund. Það er líka stefna, hv. þingmaður. Ég gæti nefnt hérna að taka sér­stak­lega á móti viðkvæm­um hóp­um inn­an þess hóps sem er í Úkraínu, eins og fötluðu fólki og veiku fólki. Ég get ekki setið und­ir þess­um orðum þing­manns­ins,“ sagði Guðmund­ur Ingi en Sig­mar fór þá aft­ur í pontu og sagði hann þurfa að gera það. 

„Þarf að sitja und­ir því sem hér er sagt“

Hæstv. ráðherra þarf bara að sitja und­ir því sem hér er sagt í ræðustóli Alþing­is. Það er hægt að vitna í um­sagn­ir Rauða kross­ins og mannúðarsam­taka um stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í þess­um mála­flokki. Það er hægt að gera það ít­rekað, aft­ur og aft­ur og aft­ur. Það er hægt að vitna í orð hæstv. for­sæt­is­ráðherra sem sagði fyr­ir ekki löngu síðan að við ætt­um alltaf að hlusta eft­ir því sem Rauði kross­inn seg­ir og mannúðarsam­tök segja. Þegar koma síðan um­sagn­ir frá þess­um aðilum gagn­vart mál­um sem rík­is­stjórn­in er að leggja fyr­ir þingið þá er það enda­laus fall­ein­kunn.

Sigmar Guðmundsson.
Sig­mar Guðmunds­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hæstv. ráðherra svaraði ekki spurn­ing­unni, sem sneri að þeim tæp­lega 300 manns sem stend­ur til að senda í burtu úr ör­yggi í óör­yggi, úr ör­yggi í harðræði, hvernig hann get­ur rétt­lætt það fyr­ir sjálf­um sér að bjóða þessu fólki upp á aðstæður og kjör sem hann myndi aldrei bjóða sér og sín­um upp á. Hvernig get­ur hann sem ráðherra VG kvittaði upp á það að stefn­an eigi að vera sú sem mörkuð er af hæstv. dóms­málaráðherra?

Guðmund­ur Ingi svaraði öðru sinni og sagðist ekki úti­loka að eitt­hvað mætti skoða bet­ur í þess­um mála­flokki sem væri ekki á for­ræði hans. Ráðherr­ann minnti á að ekki væri annað hægt en að hafa ein­hverj­ar regl­ur í mál­efn­um flótta­fólks og nú sé farið eft­ir regl­un­um. 

Ég þakka hv. þing­manni aft­ur andsvarið. Ég er í ágæt­um sam­skipt­um við fé­laga­sam­tök, þar með talið Rauða kross­inn. Ég hef ekki heyrt frá þeim að það sé fall­ein­kunn að bjóða sér­stök­um hóp­um frá Af­gan­ist­an hingað til lands eða sér­stök­um hóp­um frá Úkraínu sem ég nefndi hérna í máli mínu hér á und­an. Ég ætla ekki að mæla gegn því að aðstæður í Grikklandi séu slæm­ar. Það mun ég ekki gera. Þarf að at­huga aðstæður þeirra sem núna stend­ur til að senda í burtu? Það kann vel að vera að þess þurfi en við meg­um samt ekki gleyma því að við verðum að hafa ein­hverj­ar regl­ur og þetta fólk hef­ur farið í gegn­um þær regl­ur og þetta var niðurstaðan. En hvort það sé eitt­hvað í þess­um mál­um sem þyrfti að skoða bet­ur — ég ætla ekki að úti­loka það. Málið er hins veg­ar á for­ræði dóms­málaráðherra og ég vísa öll­um frek­ari fyr­ir­spurn­um um það til hans,“ sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka