Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur ákveðið að bjóða Pírötum, Samfylkingunni og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn.
Þetta var ákveðið á fundi nýkjörinna borgarfulltrúa Framsóknar í morgun.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku klukkan 11 og verða allir oddvitar flokkanna viðstaddir.