Millibilsástand í borginni

Umboð fráfarandi borgarstjórnar rennur út í dag, 1. júní.
Umboð fráfarandi borgarstjórnar rennur út í dag, 1. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ný borgarstjórn er tekin við í sjálfu sér en fyrsti fundurinn er ekki fyrr en 7. júní, þannig það má segja að það ríki svona ákveðið millibilsástand,“ segir Þorsteinn Gunnarsson borgarritari í samtali við mbl.is.

Umboð fráfarandi borgarstjórnar rennur út í dag, 1. júní.

„Þetta er svo skammur tími þannig ég hef engar áhyggjur af því. Embættismennirnir munu nú sem fyrr sjá til þess að þetta rúlli allt saman áfram. Það eru náttúrulega engir fundir í ráðunum, það er ekki búið að kjósa í borgarráð, það býður allt þangað til borgarstjórn kemur saman á sinn fyrsta fund.“

Þorsteinn segist vona að það takist mynda meirihluta fyrir fyrsta fund borgarstjórnar en ef það gengur ekki upp verði hægt að boða til borgarstjórnarfundar með skömmum fyrirvara um leið og nýr meirihluti hefur verið myndaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka