Um skiptingu jöfnunarsæta

Með úthlutun jöfnunarsæta er leitast við að þingmannafjöldi flokkanna sé í sem bestu samræmi við prósentutölu þeirra á landsvísu í kosningunum. Hverjir fá jöfnunarsætin og í hvaða röð þeim er útdeilt (og þar með í hvaða kjördæmum hver flokkur fær jöfnunarsæti) fer eftir atkvæðatölu á landsvísu og fjölda kjördæmakjörinna þingmanna hvers flokks. Hér munu reglurnar varðandi þetta skýrðar og sýnt hvernig þeim er beitt miðað við fyrirliggjandi tölur um úrslit kosninganna 2024.

Fjöldi sæta í hverju kjördæmi

Í Norðvestur-, Norðaustur- og Suðurkjördæmi er eitt jöfnunarsæti á hvert kjördæmi, en í Suðvesturkjördæmi, Reykjavík norður og Reykjavík suður eru tvö jöfnunarsæti í hverju kjördæmi.

Landstölulisti

Ef flokkur hefur hlotið minna en 5% atkvæða kemur hann ekki til greina við úthlutun jöfnunarsæta. Fyrir aðra flokka er tekinn saman listi yfir svokallaðar landstölur flokksins. Fyrsta talan á þeim lista er heildaratkvæðafjöldi flokksins á landsvísu deilt með fjölda kjördæmissæta hans að viðbættum einum; önnur talan er atkvæðafjöldinn deilt með kjördæmissætum að viðbættum tveimur, o.s.frv.

Þá eru landstölur flokkanna bornar saman. Sá flokkur sem er með hæsta landstölu fær fyrsta jöfnunarsætið, sá sem er með næsthæstu töluna annað jöfnunarsætið og svo koll af kolli. Í þessum þingkosningum lítur heildarlistinn yfir níu hæstu landstölurnar svona út:

  1. Framsóknarflokkurinn (B): 4.144,5
  2. Flokkur fólksins (F): 3.661,0
  3. Framsóknarflokkurinn (B): 3.315,6
  4. Flokkur fólksins (F): 3.254,2
  5. Sjálfstæðisflokkurinn (D): 3.164,8
  6. Viðreisn (C): 3.055,1
  7. Samfylkingin (S): 2.939,4
  8. Sjálfstæðisflokkurinn (D): 2.938,8
  9. Flokkur fólksins (F): 2.928,8

(Næsta landstala er svo Miðflokkurinn: 2.855,6. Þess má geta að ef 9. og 10. landstala eru jafnar getur varðað hlutkesti hvaða framboðslisti fær síðasta jöfnunarsætið. Jafnar landstölur fyrr í röðinni geta einnig varðað hlutkesti en hafa þá einungis áhrif á hvaða jöfnunarmenn komast inn, ekki hvaða framboði þeir tilheyra. Þessi síða sýnir ekki endilega réttar niðurstöður ef beita hefur þurft hlutkesti á einhverju stigi í úthlutun þingsæta.)

Hæstu menn flokkanna: úthlutunarskrá

Landstölulistinn ákvarðar hvaða flokkar fá jöfnunarsæti og í hvaða röð það gerist. En í hvaða kjördæmi er hverju jöfnunarsæti flokksins úthlutað? Hér kemur inn í söguna listi yfir þá tvo menn í hverju kjördæmi hjá hverjum flokki, sem voru næst því að komast inn við úthlutun kjördæmasæta. Hver þeirra hefur ákveðinn atkvæðafjölda frá þeim útreikningi; nú er fundið hlutfall hans af heildarfjölda atkvæða í viðkomandi kjördæmi; og þeir sem eru með hæstu hlutföllin eru settir efst á listann. Fyrir þá flokka sem eru með yfir 5% í kosningunum 2024 lítur þessi listi svona út:

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

  1. Björn Bjarki Þorsteinsson (Norðvestur): 8,99%
  2. Ingveldur Anna Sigurðardóttir (Suður): 6,53%
  3. Auður Kjartansdóttir (Norðvestur): 5,99%
  4. Jón Pétur Zimsen (Reykjavík suður): 5,86%
  5. Rósa Guðbjartsdóttir (Suðvestur): 5,86%
  6. Brynjar Níelsson (Reykjavík norður): 5,82%
  7. Berglind Harpa Svavarsdóttir (Norðaustur): 5,0%
  8. Gísli Stefánsson (Suður): 4,9%
  9. Jón Gunnarsson (Suðvestur): 4,69%
  10. Sigurður Örn Hilmarsson (Reykjavík suður): 4,4%
  11. Hulda Bjarnadóttir (Reykjavík norður): 4,36%
  12. Jón Þór Kristjánsson (Norðaustur): 3,75%

Miðflokkurinn (M)

  1. Gunnar Bragi Sveinsson (Norðvestur): 7,39%
  2. Heiðbrá Ólafsdóttir (Suður): 6,79%
  3. Þorsteinn Sæmundsson (Reykjavík suður): 5,26%
  4. Ágústa Ágústsdóttir (Norðaustur): 5,23%
  5. Sigurður Páll Jónsson (Norðvestur): 4,92%
  6. Ólafur Ísleifsson (Suður): 4,53%
  7. Jakob Frímann Magnússon (Reykjavík norður): 4,44%
  8. Eiríkur S. Svavarsson (Suðvestur): 4,01%
  9. Inga Dís Sigurðardóttir (Norðaustur): 3,92%
  10. Fjóla Hrund Björnsdóttir (Reykjavík suður): 3,5%
  11. Anton Sveinn McKee (Suðvestur): 3,01%
  12. Bessí Þóra Jónsdóttir (Reykjavík norður): 2,96%

Flokkur fólksins (F)

  1. Lilja Rafney Magnúsdóttir (Norðvestur): 8,36%
  2. Katrín Sif Árnadóttir (Norðaustur): 7,14%
  3. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (Reykjavík suður): 6,74%
  4. Elín Íris Fanndal Jónasdóttir (Suður): 6,65%
  5. Marta Wieczorek (Reykjavík norður): 5,94%
  6. Bragi Þór Thoroddsen (Norðvestur): 5,57%
  7. Jónína Björk Óskarsdóttir (Suðvestur): 5,48%
  8. Jónas Yngvi Ásgrímsson (Suður): 4,99%
  9. Sigurður H. Ingimarsson (Norðaustur): 4,76%
  10. Rúnar Sigurjónsson (Reykjavík suður): 4,49%
  11. Björn Jónas Þorláksson (Reykjavík norður): 3,96%
  12. Grétar Mar Jónsson (Suðvestur): 3,66%

Framsóknarflokkurinn (B)

  1. Þórarinn Ingi Pétursson (Norðaustur): 7,08%
  2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdótti (Norðvestur): 6,65%
  3. Sigurður Ingi Jóhannsson (Suður): 5,98%
  4. Willum Þór Þórsson (Suðvestur): 5,93%
  5. Jónína Brynjólfsdóttir (Norðaustur): 4,72%
  6. Halla Signý Kristjánsdóttir (Norðvestur): 4,44%
  7. Lilja Dögg Alfreðsdóttir (Reykjavík suður): 4,4%
  8. Ásmundur Einar Daðason (Reykjavík norður): 4,03%
  9. Jóhann Friðrik Friðriksson (Suður): 3,99%
  10. Ágúst Bjarni Garðarsson (Suðvestur): 2,96%
  11. Einar Bárðarson (Reykjavík suður): 2,2%
  12. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (Reykjavík norður): 2,02%

Viðreisn (C)

  1. Edit Ómarsdóttir (Norðvestur): 6,32%
  2. Aðalsteinn Leifsson (Reykjavík suður): 5,89%
  3. Sandra Sigurðardóttir (Suður): 5,61%
  4. Grímur Grímsson (Reykjavík norður): 5,44%
  5. Karólína Helga Símonardóttir (Suðvestur): 5,01%
  6. Heiða Ingimarsdóttir (Norðaustur): 4,72%
  7. Diljá Ámundadóttir Zoega (Reykjavík suður): 4,42%
  8. Alexander Aron Guðjónsson (Norðvestur): 4,22%
  9. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir (Reykjavík norður): 4,08%
  10. Valdimar Breiðfjörð Birgisson (Suðvestur): 4,01%
  11. Mathias Bragi Ölvisson (Suður): 3,74%
  12. Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir (Norðaustur): 3,15%

Samfylkingin (S)

  1. Hannes S. Jónsson (Norðvestur): 7,94%
  2. Sæunn Gísladóttir (Norðaustur): 7,1%
  3. Dagbjört Hákonardóttir (Reykjavík norður): 6,52%
  4. Sverrir Bergmann Magnússon (Suður): 5,78%
  5. Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir (Reykjavík suður): 5,73%
  6. Sindri Kristjánsson (Norðaustur): 5,32%
  7. Jóhanna Ösp Einarsdóttir (Norðvestur): 5,29%
  8. Sigmundur Ernir Rúnarsson (Reykjavík norður): 5,22%
  9. Árni Rúnar Þorvaldsson (Suðvestur): 4,82%
  10. Vilborg Kristín Oddsdóttir (Reykjavík suður): 4,59%
  11. Arna Ír Gunnarsdóttir (Suður): 4,34%
  12. Jóna Þórey Pétursdóttir (Suðvestur): 3,85%

Lista af þessu tagi má nefna úthlutunarskrá.

Sætunum útdeilt

Nú má loks útdeila jöfnunarsætunum. Þetta er gert þannig:

Litið er á landstölulistann. Fyrir þann flokk, sem næstur er í röðinni á honum, er fundinn efsti maður á úthlutunarlistanum sem hvorki (a) hefur þegar verið úthlutað sæti (b) var í framboði í kjördæmi, þar sem þegar er búið að úthluta öllum tiltækum jöfnunarsætum. Þetta er endurtekið þar til búið er að útdeila öllum níu jöfnunarsætunum.

Þegar þessari reglu er beitt á fyrirliggjandi niðurstöður þingkosninganna 2024 fæst eftirfarandi listi yfir uppbótarþingmenn:

  1. Þórarinn Ingi Pétursson (B, Norðaustur)
  2. Lilja Rafney Magnúsdóttir (F, Norðvestur)
  3. Sigurður Ingi Jóhannsson (B, Suður)
  4. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir (F, Reykjavík suður)
  5. Jón Pétur Zimsen (D, Reykjavík suður)
  6. Grímur Grímsson (C, Reykjavík norður)
  7. Dagbjört Hákonardóttir (S, Reykjavík norður)
  8. Rósa Guðbjartsdóttir (D, Suðvestur)
  9. Jónína Björk Óskarsdóttir (F, Suðvestur)

Til nánari upplýsingar skal vísað til kosningalaganna, XVI. kafla (og sér í lagi 110. greinar), en þau má m.a. finna hér.