Með smitandi áhuga á nýjum húsum

Með litum og formum getur álklæðning skapað fallega heildarsýn með …
Með litum og formum getur álklæðning skapað fallega heildarsýn með náttúrulegum hráefnum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég er stoltur af því að starfa hjá Límtré Vírneti sem er íslenskt iðnfyrirtæki í fremstu röð. Við erum til húsa á þremur stöðum á landinu. Höfuðstöðvar okkar eru á Lynghálsi 2 í Reykjavík þar sem við erum meðal annars með skrifstofur, söludeild, lager og afgreiðslu,“ segir Valdimar Róbert Tryggvason, verkefnastjóri álklæðningar hjá Límtré Vírneti. „Í Borgarnesi framleiðum við valsað ál og stál til klæðninga utan- og innanhúss ásamt framleiðslu á milliveggjastofum úr stáli. Þar erum við með blikksmiðju og járnsmiðju. Við erum einnig á Flúðum þar sem eina íslenska límtrésverksmiðjan er starfrækt og þar framleiðum við líka steinullareiningar.

Það eru rúmlega hundrað starfsmenn hjá okkur og er megináhersla okkar allra að mynda góð tengsl við viðskiptavini. Markmið okkar er alltaf að veita góða og persónulega þjónustu og að viðskiptavinir okkar vaxi með fyrirtækinu. Þetta eru frábær gildi að mínu mati.“

Dvergsreitur í Hafnafirði er glæsilegur með báruáli á húsunum.
Dvergsreitur í Hafnafirði er glæsilegur með báruáli á húsunum. Ljósmynd/Aðsend

Hefur stækkað á undraverðan hátt

Hverjir eru kostir þess að velja álklæðningar utanhúss á Íslandi?

„Álklæðning endist lengi og þarfnast lítils viðhalds. Við mælum sérstaklega með því að klæða hús að utan með álklæðningu ef það stendur nálægt sjó og margar húsbyggingar og blokkir eru nú klæddar áli þar sem efnið er orðið mjög vinsælt hjá byggingarverktökum í dag.“

Sá hluti fyrirtækisins þar sem Valdimar starfar hefur stækkað á undraverðan hátt á undanförnum árum. „Það eru aðallega stóru verktakarnir sem versla af okkur og þykir mér mjög vænt um að taka þátt í verkefni sem er að springa svona fallega út,“ segir Valdimar.

„Þeir sem hafa kynnt sér ál utan á hús vita að hægt er að forma það á ýmsa vegu og er nýtt útlit að ryðja sér til rúms núna þar sem húsveggirnir eru klæddir með panel-flekum, sérsmíðaðir eftir stærðum. Báruálið er samt alltaf vinsælast enda þrautreynt og gott form. Það eru fjölmargir litir í boði hjá okkur sem og mismunandi þykkt á álinu. Verkkaupi hjá okkur fékk verðlaun nýverið fyrir Dvergsreit í Hafnarfirði sem án efa margir kannast við.

Í því hverfi er um að ræða báruál bæði á þökum og í klæðningu. Valinn var einn litur á hvert hús og er niðurstaðan einstök að mínu mati. Hverfið var gamalt og voru hús tekin í burtu en gamli stílinn fékk að halda sér og þegar keyrt er um hverifð er glæsilegur klassískur bragur einkennandi,“ segir Valdimar stoltur.

Álklæðning skapar glæsilegt nútímalegt útlit.
Álklæðning skapar glæsilegt nútímalegt útlit. Ljósmynd/Aðsend

Ál frábært efni utan á húsin í landinu

Ástæðan fyrir því að landsmenn velja í auknum mæli ál er að ending efnisins er frábær. Valdimar segir flest Norðurlöndin nota ál í klæðningar og að efnið eigi vel við í Færeyjum enda séu þeir duglegir að versla við fyrirtækið til að sporna við neikvæðum áhrifum seltunnar á húsin þar í landi.

„Ál getur enst í allt að þrjátíu til fjörutíu ár, jafnvel í krefjandi aðstæðum, sem er einstakt. Báruálið minnir á gömlu góðu tímana en panelformið minnir á nútímann. Að raða álinu upp eins og um stuðlaberg væri að ræða er einnig í takt við íslenska náttúru. Margir arkitektar leggja áherslu á að húsin falli inn í umhverfið í kring. Það er gaman að aðstoða fagfólk sem hugsar út fyrir boxið og spennandi að fylgjast með hvernig húsin verða útfærð með tilliti til álklæðningar í framtíðinni,“ segir hann og bætir við:

„Fyrirtækið okkar er duglegt að endurnýja búnað sinn og höfum við fengið glænýja vél í Borgarnes til að útbúa báruál og bárustál. Við flytjum inn hráefnið og vinnum það í Borgarnesi og erum þar með eina flottustu beygjuvél landsins. Fyrirtækið hefur endurnýjað mikið af tækjabúnaði sem hjálpar okkur að vaxa og dafna. Þannig getum við betur mætt markaðnum okkar og boðið upp á einstaka þjónustu.“

Verk og vit
Verk og vit Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Vilja ánægða viðskiptavini

Það er áhugavert að ræða við Valdimar um ál. „Ál er ekki bara ál. Það þarf undirkerfi sem styrkur er í sem fer á húsið og klæðningin festist í. Okkar styrkleiki felst einmitt í því að við bjóðum upp á undirkerfi, klæðningu, áfellur og festingar. Í raun allt sem þú þarft frá byrjun verks til loka.“

Það er greinilegt að Valdimar er kappsamur og áhugasamur um klæðningar en hvernig sér hann framtíðina fyrir sér?

„Við erum mjög sátt eins og staðan er í dag. Að sjálfsögðu er alltaf gaman að gera meira og betur en við viljum fyrst og fremst skapa ánægða viðskiptavini sem treysta okkur. Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með okkur í dag og ef þeir eru okkur hliðhollir og koma aftur og aftur, þá er stóru markmiðunum náð. Öll okkar áhersla er á að þjónustan sé góð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert