Mikið úrval af alls konar skóm í Apríl

Tinna Rún Davíðsdóttir talar um að í skóversluninni Apríl geti …
Tinna Rún Davíðsdóttir talar um að í skóversluninni Apríl geti allir fundið eitthvað við sinn smekk enda mikið úrval í búðunum sem staðsettar eru á Garðatorgi og í Kringlunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst vanta aðeins meiri flóru í skóúrvalið á Íslandi. Til að mynda skó í skemmtilegum litum og áferðum,“ segir Tinna Rún Davíðsdóttir, textílhönnuður og eigandi skóbúðarinnar Apríl sem staðsett er í Kringlunni og á Garðatorgi. „Ég er alltaf að bæta við úrvalið í búðunum. Það er nefnilega til svo mikið af flottum skómerkjum sem hafa ekki verið í boði á Íslandi. 

Ég hef lagt áherslu á að vera með vörumerki sem sameina fallega hönnun, vandaða framleiðslu og þægindi. Vöruúrvalið af skóm er einnig mjög fjölbreytt hjá okkur þar sem hægt er að finna klassíska hönnun í bland við kannski aðeins óhefðbundnari skópör,“ segir Tinna og bætir við að allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í versluninni.

Skórnir frá sænska merkinu Ten Points eru vinsælastir í Apríl …
Skórnir frá sænska merkinu Ten Points eru vinsælastir í Apríl en þeir eru tímalausir og vandaðir. Ljósmynd/Aðsend

Nýtt útibú í Kringlunni

Í lok árs 2022 opnaði Apríl annað útibú í Kringlunni til viðbótar við verslunina á Garðatorgi 6 og Tinna er ánægð með viðtökurnar. „Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og aðsóknin í búðina hefur aukist með hverjum mánuðinum. Það er mjög gott að vera svona miðsvæðis og við höfum lítið þurft að auglýsa opnun búðarinnar,“ segir Tinna en verslunin er staðsett beint á móti World Class á annarri hæði í Kringlunni.

Upphaflega seldi Apríl aðeins skó en hefur aukið við vöruúrvalið. „Eftir að við stækkuðum við okkur á Garðatorgi árið 2020 þá bætti ég við fötum og skarti enda eru báðar búðirnar mjög rúmgóðar. Annað fatamerkið og skartgripirnir eru íslensk hönnun sem mér finnst mjög skemmtilegt. Mér þykir mjög vænt um íslenska hönnun. Heba Hallgríms sem er með Svart Studio býr í London og hannar fötin og skartgripirnir okkar eru frá mjöll.“

Spænska merkið HOFF hefur slegið í gegn hjá Íslendingum en …
Spænska merkið HOFF hefur slegið í gegn hjá Íslendingum en það eru þægilegir strigaskór sem hægt er að fá í öllum regnbogans litum. Ljósmynd/Aðsend

Gengið vel frá upphafi

Aðspurð hvað kom til að hún stofnaði skóbúð segir Tinna að það hafi verið alveg óvart. „Ég var rekstrar- og innkaupastjóri í skóverslunum í mörg ár þannig að ég var með reynsluna. Svo var ég í námi í textílhönnun og ætlaði nú bara að vera í því. En ég átti vinafólk sem var með laust pláss á Garðatorgi og stungu upp á að opna skóbúð þar. Það var ekki á planinu hjá mér en ég sló til með skólanum. Svo varð það úr að ég keypti þau út átta mánuðum seinna þegar ég var að flytja til Englands til að klára námið. Þá var ég bara allt í einu í námi á Englandi með skóbúð á Íslandi,“ segir Tinna og hlær.

„Ég rak hana frá Englandi í eitt ár sem var svolítið púsl. Ég vissi ekkert hvort það myndi ganga en verslunin var lítil á þeim tíma og einfaldari í rekstri. Ég þurfti því í raun bara eina manneskju í búðina og frænka mín var tilbúin til að hjálpa mér. Ég hef verið heppin og þetta hefur gengið mjög vel frá upphafi.“

Á síðasta ári opnaði skóverslunin Apríl annað útibú í Kringlunni …
Á síðasta ári opnaði skóverslunin Apríl annað útibú í Kringlunni og aðsóknin hefur aukist með hverjum mánuðinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Merki frá öllum heimshornum

„Ég er sérstaklega ánægð með skóflóruna sem við erum komin með og þykir vænt um öll vörumerkin. Ég vinn líka náið með þeim og þá myndast vinskapur og þetta verður bara skemmtilegra með tímanum. Það tók smá tíma að finna út hvað hentaði okkur á Íslandi og hvað viðskiptavinir vildu. Skórnir frá sænska merkinu Ten Points eru vinsælastir hjá okkur og við erum með frábært úrval frá þeim. Þeir eru tímalausir og vandaðir, framleiddir í Portúgal.

Svo er spænska merkið HOFF svakalega vinsælt hjá okkur líka, það eru rosalega þægilegir strigaskór með frábæru „memory foam“ innleggi og í öllum regnbogans litum. Svo erum við með fleiri skemmtileg merki eins og Audley, Copenhagen Shoes, Hispanitas og Free People sem eru öll smá öðruvísi og frumleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert