Umsjón: Sunna Ósk Logadóttir (sunna@mbl.is)
Umfjöllun lokið: síðast uppfært fim. 26. mar. 2015 kl. 0:00
00:11 Frétt:
Flogið viljandi á fjallið?16:28 Frétt:
Dreymdi um að fljúga11:53 Frétt:
„Tilgangurinn var að eyða flugvélinni“06:37 Frétt:
Hvað gerðist í flugstjórnarklefanum?26.3.2015
Mynd af írönskum blaðamanni speglast í glugga á hótelherbergi hans í Barcelona er hugsanlega síðasta ljósmyndin sem tekin var af fórnarlömbum flugslyssins er þau voru enn á lífi. Aðeins stuttu síðar gekk hann um borð í vél GermanWings.
Hussein Javadi var íþróttafréttamaður sem staddur var í Barcelona til að fjalla um leik Real Madrid og Barcelona sem fram fór á sunnudag. Hann tók myndina á símann sinn er hann var að leggja af stað út á flugvöll. Hann var á leið til Þýskalands vegna vinnu sinnar sem íþróttafréttamaður.
The poignant last photograph taken by passenger on doomed #germanwings flight http://t.co/L9Q6jDZRlb pic.twitter.com/awwH3oLWzg
— The Independent (@Independent) March 26, 2015
26.3.2015
Guardian greinir frá því að búið sé að loka Facebook-síðu Andreas Lubitz. Litlar upplýsingar um líf hans er að finna á netinu. Á Facebook-síðu hans mátti þó ráða, samkvæmt upplýsingum blaðamanns Guardian, að hann hafi verið venjulegur, ungur maður sem hafði áhuga á flugi og tækni, sem ekki kemur á óvart. Þá hafi hann hlustað á raftónlist, farið á djammið og stundum í keilu. Á síðunni mátti sjá að hann hlustaði m.a. á tónlist David Guetta og hafði áhuga á klifri. Þá hafði hann lækað síðu sem heitir „Þegar karlar eru einir“. Síðan hefur ekkert með kynlíf eða klám að gera - heldur má finna á henni fyndin myndskeið af karlmönnum að leika sér með keðjusagir á ísilögðum vötnum og að passa börn.
26.3.2015
Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að fréttir af orsökum slyssins auki enn á sorg ástvina fórnarlambanna. „Dagarnir eru fullir af þjáningu,“ sagði Merkel á blaðamannafundi sem nú stendur yfir.
26.3.2015
Nágrannar flugmannsins Andreas Lubitz segja í samtali við fréttamann Sky-sjónvarpsstöðvarinnar að hann kunni að hafa glímt við þunglyndi áður fyrr. Þeir segja hann alltaf hafa ætlað sér að verða flugmaður, allt frá því að hann var barn. Lögreglan leitar nú í húsi hans að vísbendingum um hvað honum gæti hafa gengið til er hann stýrði flugvélinni á fjallið.
This is the house of Andreas Lubitz, curreny being searched by police #4U9525 #A320 pic.twitter.com/hb3CMo7EeP
— Julia Karmo (@juliakarmo) March 26, 2015
26.3.2015
Blaðamaður þýska dagblaðsins Spiegel segir á Twitter að vinir flugmannsins Andreas Lubitz hafi sagt hann hafa fundið fyrir kulnun í starfi eða þunglyndi árið 2009. Hann hafi þá tekið sér leyfi frá flugnámi sínu. Forstjóri Lufthansa var einmitt spurður um þetta hlé sem Lubitz gerði á þjálfun sinni á blaðamannafundi í dag. Hann hafði engin skýr svör en sagði að hann hafi svo lokið sínu námi og þjálfun og hafið störf hjá GermanWings árið 2013.
schoolmates of co-pilot who crashed #4U9525 tell german reporters he took 6-months break from flight training in 2009 due to burnout-syndrom
— Matthias Gebauer (@gebauerspon) March 26, 2015
26.3.2015
Fjölskyldur fórnarlamba flugslyssins í frönsku Ölpunum eru nú komnar að slysstaðnum.
EN VIVO: Familiares de las víctimas del avión de #Germanwings llegan al lugar de la tragedia http://t.co/KGW8DV6rGK pic.twitter.com/Q1LlaaLVO2
— RT en Español (@ActualidadRT) March 26, 2015
26.3.2015
Forstjóri Lufthansa lýsti því á blaðamannafundi í dag hvers vegna flugstjórinn komst ekki aftur inn í flugstjórnarklefann. Hann segir að hægt sé að setja inn aðgangsorð til að opna hurðina sem verði til þess að bjalla hringir í flugstjórnarklefanum. Ef enginn bregðist við því hljóði þá opnist hurðin sjálfkrafa. En hann segir að hægt sé að koma í veg fyrir þetta með því að ýta á takka í flugstjórnarklefanum - sé ýtt á hann læsist hurðin í fimm mínútur. „Annað hvort setti flugstjórinn ekki inn réttan kóða, sem okkur finnst ólíklegt því að allir sem við þetta starfa kunna hann utanað, eða að hann hafi slegið inn kóðann en að aðstoðarflugmaðurinn hafi komið í veg fyrir að hurðin opnaðist með því að ýta á hnappinn,“ sagði Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa.
26.3.2015
Norwegian Air hefur ákveðið að breyta reglum sínum þannig að tveir verði ávallt að vera inni í flugstjórnarklefanum. Það sama hefur Icelandair ákveðið að gera. Flugstjóri flugvélar GermanWings fór út úr klefanum og á klósettið. Hann komst aldrei aftur inn í klefann.
26.3.2015
BBC segir að lögreglumenn hafi í dag farið inn í hús flugmannsins Andreas Lubitz í Montabaur í Þýskalandi. Bærinn er um 60 km norðvestur af Frankfurt. Reynt er að halda fjölmiðlum frá svæðinu.
This is the house believed to belong to #Germanwings co-pilot Andreas Lubitz in Montabaur: http://t.co/RzE2jUUgJo pic.twitter.com/l5Gun14d1a
— Reuters Top News (@Reuters) March 26, 2015
26.3.2015
Árið 1982 brotlenti vél Japan Airlines í Tókýó-flóa. 24 af þeim 174 sem voru um borð létust. Flugstjóranum var kennt slysið en í ljós kom síðar að hann hafði glímt við geðrænan vanda. Árið 2013 hrapaði vél Mozambique Airlines í Namibíu og allir 27 sem voru um borð fórust. Í frumrannsókn kom fram að flugstjórinn hefði vísvitandi brotlent vélinni. Hann hafði áður læst aðstoðarflugmanninum úti úr flugstjórnarklefanum.
26.3.2015
Flugmaðurinn Andreas Lubitz var frá bænum Montabaur í Þýskalandi. Kunningjar hans lýsa honum sem indælum, ungum manni og segja hann hafa verið „venjulegan gaur“. Hann er sagður hafa verið kurteis og skemmtilegur. Um 12 þúsund manns búa í Montabaur.
What do we know about Andreas Lubitz, the #Germanwings co-pilot who may have brought down the Airbus A320? http://t.co/0QQ3EdUU6w
— Channel 4 News (@Channel4News) March 26, 2015
26.3.2015
Andreas Lubitz var 28 ára gamall Þjóðverji. Hann hafði litla reynslu en hafði lokið allri tilskilinni menntun og þjálfun til að fljúga vélinni einn. Hann hafði undirgengist læknisskoðun og staðist hana. Hann hafði starfað hjá GermanWings frá árinu 2013. Ekki er vitað til þess að hann hafi haft nein tengsl við hryðjuverkahópa. Félagar hans í flugklúbbi í Þýskalandi segja hann hafa tekið flugmannspróf á táningsaldri. Hann hafi aldrei sýnt nein merki um þunglyndi. Lubitz andaði rólega, allt frá því að hann lækkaði vélina og þar til hún brotlenti. Farþegarnir öskruðu rétt áður en vélin skall á fjallinu og tættist í sundur.
26.3.2015
Jim McAuslan, formaður samtaka flugmanna í Bretlandi, segir að atvikið í frönsku Ölpunum sé „hrikalegt“. Hann segir flugmenn víða í áfalli og í raun dofna yfir þeim fréttum að flugmaður hafi flogið farþegaþotu vísvitandi á fjall. Aðstoðarflugmaðurinn hleypti flugstjóranum ekki inn í flugstjórnarklefann heldur lækkaði flugið. 150 manns fórust.
26.3.2015
Innanríkisráðherra Þýskalands segir að enn sem komið er hafi ekki fundist nein tengsl flugmannsins sem brotlenti vélinni og hryðjuverkahópa. „Eftir því sem við best vitum núna og eftir að hafa borið saman okkar upplýsingar, þá finnast engin tengsl við hryðjuverk.“
#Germanwings co-pilot had no terrorism background, German minister says: http://t.co/dm2xetQbjl pic.twitter.com/RiG9o7obkW
— Reuters Top News (@Reuters) March 26, 2015
26.3.2015
Ekkert hefur enn komið fram sem gæti mögulega skýrt hvers vegna aðstoðarflugmaður vélar GermanWings lækkaði flug vélarinnar og flaug, pollrólegur að því er virðist, á fjall í frönsku Ölpunum. „Svona harmleikur var ekki einu sinni til í okkar verstu martröðum,“ sagði forstjóri Lufthansa, móðurfélags GermanWings, á blaðamannafundi í dag. Andreas Lubitz var þýskur og 28 ára. Hann var við stýrið er vélin brotlenti.