Nýtt nýsköpunarsetur á vegum KPMG og ReonTech verður opnað á föstudaginn. Verkefnið er samstarfsverkefni fyrirtækjanna tveggja en KPMG leggur til 350 m2 húsnæði í Borgartúni 27 á hagstæðum kjörum auk ýmissar annarrar aðstöðu og ráðgjafar. Meira
„Við leggjum um þessar mundir áherslu á uppbyggingu markaðarins í Kanada,“ segir Guðmundur Lúther Hallgrímsson, starfsmaður Búngaló, leigumiðlunar fyrir sumarhús á Íslandi og í Kanada. Meira
Haukur Guðjónsson, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Búngaló, segir að á Íslandi sé enn litið á gjaldþrot fyrirtækja, sér í lagi frumkvöðlafyrirtækja, sem neikvæðan hlut. Svo sé raunin hins vegar ekki erlendis. Þar sé litið á gjaldþrot sem ákveðið tækifæri. Meira
Landsbankinn hefur úthlutað 15 milljónum króna í nýsköpunarstyrki til nítján verkefna úr Samfélagssjóði Landsbankans. Nýsköpunarstyrkjum bankans er ætlað að styðja við frumkvöðla til að þróa nýjar viðskiptahugmyndir. Hæsta styrkinn, tvær milljónir, fékk fyrirtækið Rögg ehf., en það þróar leitarkerfi fyrir GSM. Meira
Svo virðist sem margir ætli að leggja land undir fót þegar líður á vikuna og dvelja í sumarhúsum fram yfir helgi. Nemendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar fá vetrarfrí í lok vikunnar og fá því langa helgi. Öll orlofshús VR eru uppbókuð næstu helgi og þá virðast margir ætla út fyrir landsteinana. Meira
Mikil aukning hefur orðið á bókunum sumarhúsa hjá erlendum ferðamönnum. 60% viðskiptavina sprotafyrirtækisins Búngaló, sem aðstoðar íslenskar fjölskyldur við að leigja út sumarhús sín, eru erlendir. Árið 2010 þegar vefsíða Búngaló fór í loftið voru viðskiptavinirnir nær eingöngu íslenskir. Meira
Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar fyrirtæki eru sett á laggirnar og mörg mistök sem geta átt sér stað í ferlinu. Frumkvöðullinn Haukur Guðjónsson hefur nokkra reynslu af því að koma fyrirtækjum á koppinn, en hann hefur listað upp helstu mistök sem gerð eru við stofnun nýrra fyrirtækja. Meira
Vefurinn Búngaló er með sterka stöðu hér á landi en í skoðun er að útvíkka hugmyndina erlendis. Á annað hundrað sumarhús eru á skrá á vefnum. Meira
Meðal fyrirtækja sem hafa fengið aðstöðu í Hugmyndahúsi Háskólanna er nýsköpunarfyrirtækið búngaló.is, en það sérhæfir sig í að leigja út sumarhús á netinu. Hugmyndin kviknaði þegar þeir félagarnir ætluðu að leigja sér sumarbústað, en þar sem hvorugur var í stéttarfélagi reyndist það erfitt. Meira