„Ég hef aldrei áður séð svona skrítinn gosmökk, þetta er í raun eins og kjarnorkusveppur“, segir Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins sem flaug nærri gosstöðvum í morgun. „Við flugum undir aðeins undir mökkinn og þegar eldingarnar komu fundum við fyrir hvelli og snérum við.“