Um miðjan mánuðinn bættist íslenska við þau tungumál sem hefur verið bætt við raddleit í Google leit á snjallsímum og hægt er að stýra símum með Android-stýrikerfi með röddinni. Tæknin byggist á talgreiningu sem breytir talmáli í texta og gerbyltir því hvernig fólk stýrir tölvubúnaði.