Breska þingkonan og fyrrverandi ráðherrann Kate Hoey segir óskiljanlegt að Íslendingar skuli vera að íhuga inngöngu í Evrópusambandið. Meirihluti Breta myndi kjósa að segja skilið við ESB ef kosið væri en Bretar hafa ekki fengið að segja hug sinn á sambandinu í kosningum frá árinu 1975.