Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna hófst í morgun í Háaleitisskóla þegar viðvörunarkerfi skólans fór í gang, skólinn var rýmdur og börnin fengu fræðslu um eldvarnir. Starfsfólk fékk fræðslu um hvernig eigi að slökkva eld en rannsóknir sýna að eldvörnum er víða ábótavant.