„Ég veit nú ekki hvort það er alveg nógu þjált nafn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson aðspurður hvort þeir Bjarni Benediktsson vonist til að ríkisstjórn þeirra verði kölluð Laugarvatnsstjórnin. Sigmundur segir að heimilin muni væntanlega strax finna mun vegna ýmissa breytinga strax á sumarþingi.