Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins áætlar að fjárfesta í þremur fyrirtækjum á þessu ári en þegar hefur verið fjárfest í einu fyrirtæki, Andrea Maack Parfums (AMP ehf). Í þættinum Viðskipti með Sigurði Má fer Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, yfir rekstur og starfsumhverfi sjóðsins.