Hlutfall sjávarútvegsins er í heild um 26-27% af landsframleiðslu, en stærð sjávartæknigeirans, fiskeldi og textíliðnaði er oft gleymt þegar verið er að meta stærð sjávarútvegsins. Þetta segir Haukur Már Gestsson, hagfræðingur hjá Sjávarklasanum, sem telur að mikil verðmætaaukning verði í greininni á næstunni.