„Það er ekki mikill munur á að þjálfa í Danmörku eða Íslandi. Félögin æfa í almenningssundlaugum. Sundkennslan fer hinsvegar að mestu fram í félögum sem eru fyrir vikið mikið fjölmennari en félögin hér heima og hafa því meira umleikis af peningum sem meðal annars er hægt að nýta í afreksstarf,“ segir Eyleifur Jóhannsson, yfirþjálfari hjá Alaborg svömmeklub og sundþjálfari ársins í Danmörku 2013.