mbl | sjónvarp

Lítil sérstaða íslensks fisks

VIÐSKIPTI  | 10. desember | 14:30 
Íslenskur sjávarútvegur stendur nú höllum fæti á mörkuðum. Ein af orsökum þess er skortur á langtímafjárfestingum í markaðsmálum. Í þessum þætti af Alkemistanum, sem er sá fyrsti sérstaki um markaðsmál sjávarútvegsins, fer Viðar Garðarsson yfir málið eins og það blasir við honum.

Íslenskur sjávarútvegur stendur nú höllum fæti á mörkuðum. Ein af orsökum þess er skortur á langtímafjárfestingum í markaðsmálum. Í þessum þætti af Alkemistanum, sem er sá fyrsti sérstaki um markaðsmál sjávarútvegsins, fer Viðar Garðarsson yfir málið eins og það blasir við honum. Hann segir samræmt markaðsstarf hérlendra sjávarútvegsfyrirtækja varla til og lítið skipulag, þótt einstaka aðilar hafi oft staðið í eigin markaðssókn. Slíkt er þó oftast nokkuð lítið og vegna þess er sérstaða íslensks fisks í hugum erlendra kaupenda ekki mikil. Viðar mun skoða sjávarútveginn nánar út frá markaðslegum forsendum af og til á næstu vikum.

Alkemistinn
Alkemistinn er þáttur um markaðsmál og viðskipti. Viðar Garðarsson ræðir við fólk úr atvinnulífinu og fræðimenn á sviði viðskipta.
Loading