Ekki óhugsandi útópía að Ísland verði fyrirmynd í loftslangsverndun

Ísland gæti orðið fyrirmynd annarra þjóða heims í verndun loftslags ef yfirvöld settu sér það markmið að hér eigi sér ekki stað meiri losun gróðurhúsalofttegunda af manna völdum en unnt er að mæta með bindingu koltvísýrings í gróðri og jarðvegi.

Þetta segir Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, en hann var meðal fyrirlesara á morgunverðarfundi sem Landgræðsla ríkisins, Landbúnaðarháskóli Íslands og Skógrækt ríkisins stóðu fyrir í gær undir yfirskriftinni: "Verndun loftslags. Getur Ísland orðið hlutlaust í losun gróðurhúsalofttegunda?"

Að sögn Huga Ólafssonar, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu, er hugmyndin um kolefnishlutlaust Ísland ekki óhugsandi útópía. Bendir hann máli sínu til stuðnings á að Íslendingar hafi mikla möguleika á að draga úr losun jafnframt því að auka kolefnisbindingu, en þess ber að geta að binding kolefnis úr andrúmsloftinu í gróðri og jarðvegi er stór þáttur í gildandi stefnumörkun Íslands í loftlagsmálum frá árinu 2002.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka