Netþjónusta á Íslandi fær ekki háa einkunn

Íslendingar nota netið mikið, en greiða hátt verð
Íslendingar nota netið mikið, en greiða hátt verð mbl.is/ÞÖK

Net­gæði Íslend­inga eru langt frá því að vera með þeim mestu, sam­kvæmt nýrri skýrslu sem ný­sjá­lenska stofn­un­in In­ter­netNZ hef­ur gert um net­notk­un í OECD lönd­un­um. Ísland lend­ir í 13. sæti á list­an­um eða í C flokki, ásamt Spáni, Slóvakíu, Dan­mörku og fleiri lönd­um. Í könn­un­inni eru tekn­ir sam­an þætt­ir á borð við út­breiðslu netteng­inga, verð og hraða. Ísland er í fyrsta sæti á lista OECD en þar er út­breiðsla eini þátt­ur­inn sem mæld­ur er.

Útbreiðsla netteng­inga er mest á Íslandi en 26,7% lands­manna eru skráðir fyr­ir netteng­ing­um, lang­flest­ir þeirra, eða 97%, hafa ADSL teng­ingu við netið og tróna Íslend­ing­ar einnig í fyrsta sæt­inu þar.

Heild­ar­ein­kunn­in er þó ekki góð, því hátt verð, tak­markaður hraði og gjald­taka vegna niður­hals er­lend­is frá lækka gæði teng­ing­anna mikið að mati In­ter­netNZ. Ísland lend­ir því í C flokki og 13. sæti yfir gæði net­fram­boðs í lönd­un­um 26 þar sem könn­un­in var gerð.

Svíþjóð er eina landið sem hlýt­ur A ein­kunn hjá stofn­un­inni. en Hol­land, Nor­eg­ur, Kan­ada, Þýska­land og Banda­rík­in fá öll ein­kunn­ina B. Netþjón­usta í Bretlandi þykir slæm því Bret­ar fá lægstu ein­kunn eða D þar sem þjón­usta er hvað verst, ásamt Sviss, Ung­verjalandi, Póllandi, Mexí­kó og fleiri lönd­um.

Skýrsla In­ter­netNZ

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert