Vísindamenn hanna huliðshjálm

Ósýni­leiki er nokkuð sem hingað til hef­ur aðeins átt sér til­vist í vís­inda­skáld­skap og fjör­ugu ímynd­un­ar­afli. Sam­kvæmt frétta­vef BBC gæti það þó breyst, því vís­inda­menn í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um vinna nú að því að hanna efni sem leiða hjá sér ljós og eru því ósýni­leg.

Tvö teymi, í Bretlandi ann­ars veg­ar og Banda­ríkj­un­um hins veg­ar, hafa unnið að því að und­an­förnu að hanna efni, sem valda því að það sem efnið er klætt með sjá­ist ekki. Breski pró­fess­or­inn John Pend­rey seg­ir mögu­legt að sýnisein­tak sem blekkt gæti rat­sjár verði til­búið eft­ir hálft annað ár.

Báðir hóp­arn­ir vinna eft­ir sömu hug­mynd­um um að hægt sé að hanna efni sem leiðir hjá sér ljós, líkt og hefðbund­in föst efni leiða hjá sér vatn.

Pendry út­skýr­ir vís­ind­in þannig, að vatn hegði sér öðru­vísi en ljós þegar það lendi á efni. Ef blý­anti er dýft í vatn flæðir vatnið um­hverf­is blý­ant­inn og þegar blý­ant­ur­inn er tek­inn úr vatn­inu sé eng­in leið að sjá á vatn­inu að í því hafi verið hlut­ur. Ljós hef­ur hins veg­ar aðra eig­in­leika, skell­ur á því sem fyr­ir verður og tvístr­ast.

Pendry held­ur því fram að með því að hanna efni sem fer eins með ljós og önn­ur efni fara með vatn mætti sveigja ljósið fram hjá þeim hlut sem klædd­ur er efn­inu og gera hann þannig ósýni­leg­an.

Huliðsefni mætti nota á ýmsa vegu, ekki síst í hernaðarleg­um til­gangi, en næsta víst er að langt er þar til hægt verður að fela hluti á borð við þotur fyr­ir þeim sem ekki mega sjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka