Neytendur sem versla hjá iTunes geta ekki spilað þá tónlist sem keypt er, í öðrum tækjum á borð við spilara frá öðrum framleiðendum, farsíma eða hljómflutningstæki, heldur aðeins í tækjum sem Apple framleiðir. Þannig skapa kaupendur sér framtíðarvanda, því ef þeir vilja eiga þá tónlist sem þeir hafa keypt, neyðast þeir til að halda áfram að kaupa tæki frá Apple framvegis eða henda tónlistarsafninu ella.
Marlene Winther hjá Neytendasamtökum Danmerkur viðurkennir að skrárnar feli í sér afritunarvörn, en bendir á að ef sýnt sé fram á að hægt sé að verja skrárnar án þess að binda þær við stakar tegundir tækja þá um að ræða ósanngjarna skilmála.
Apple hefur frest til 21. júní til að svara. Fyrirtækið er ekki það eina sem býður álíka skilmála. Tónlist keypt í netverslun Sony má aðeins nota í tækjum frá fyrirtækinu, auk þess sem tónlist sem þjöppuð er með sniði Microsoft, .wma, er aðeins hægt að nota með tækjum sem keypt hafa leyfi frá Microsoft.