Eldri hjörtu jafn góð og ný

AP

Gömul hjörtu eru svo að segja alveg jafn góð og ný, samkvæmt niðurstöðum nýrrar, kanadískrar rannsóknar á hjartaígræðslum. Gjafahjörtu sem orðin eru fimmtug störfuðu jafn vel og yngri hjörtu eftir ígræðslu, bæði hvað varðar lífslíkur þegans, neyðarhjálp og tíma sem bati tók.

Frá þessu greinir norski vísindavefurinn forskning.no, en rannsóknin birtist í Journal of Cardiac Surgery („Pretransplant Diabetes, Not Donor Age, Predicts Long-Term Outcomes in Cardiac Transplantation“ e. S.Wang, S.R.Meyer o.fl.)

Höfundar rannsóknarinnar benda á, að strangar kröfur séu gerðar um hjartagjafa og hafi aldur þeirra oft verið notaður til að útiloka þá. En ef eldri hjörtu séu í rauninni jafn góð og yngri geti það aukið framboð á hjörtum til ígræðslu.

Það voru vísindamenn við Háskólann í Alberta sem könnuðu 338 hjartaígræðslur frá árunum 1988-2002. 284 þegar fengu hjörtu úr gjöfum sem voru yngri en fimmtugir, en 54 úr gjöfum sem voru yfir fimmtugt. Fyrsta mánuðinn eftir ígræðsluna var dánartíðni þeirra sem fengu eldri hjörtu hærri en þeirra sem fengu þau yngri (17% og 7%) og einnig var meiri hætta á sykursýki hjá þeim sem fengu eldri hjörtun.

En enginn munur var á sjúklingunum hvað varðaði þörf á neyðarhjálp, lengd sjúkrahúsvistar o.fl. Eftir eitt ár voru lífslíkur beggja hópa um það bil þær sömu (74% eldri, 87% yngri) og einnig eftir fimm ár. Eftir tíu ár var munurinn á lífslíkum kominn niður í eitt prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert