Stig Wall fær norrænu lýðheilsuverðlaunin

Frá afhendingu verðlaunanna
Frá afhendingu verðlaunanna

Nor­rænu lýðheilsu­verðlaun­in 2006 koma í hlut sænska lýðheilsu­pró­fess­ors­ins Stigs Walls. Hann er starf­andi við Há­skól­ann í Umeå og fær verðlaun­in að þessu sinni fyr­ir fram­lag sitt til lýðheilsu og bætts heilsu­fars heima og heim­an.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram, að Stig Wall hef­ur haft mik­il áhrif, bæði á nor­ræn­um vett­vangi og alþjóðleg­um, til dæm­is með því að rök­styðja og gera sýni­lega þá sam­fé­lags­legu þætti sem áhrif hafa á heilsu­far ein­stak­linga, hópa og þjóða. Verðlauna­haf­inn hef­ur lagt áherslu á að all­ar þjóðir beri sam­eig­in­lega ábyrgð á heilsu­fars­ástand­inu í heim­in­um og legg­ur sig fram um að benda mönn­um á sam­bandið milli heilsu­fars heima og heim­an. – Iðnrík­in hafa gríðarleg áhrif í þriðja heim­in­um með lífs­hátt­um sín­um og við ætt­um ekki að breiða út um heims­byggðina lífs­hætti, sem ein­kenn­ast af lé­legu fæði, áfeng­is- og tób­aksneyslu og hreyf­ing­ar­leysi – við eig­um að upp­fræða og dreifa um heim­inn þekk­ing­unni um það hvernig við bæt­um lýðsheilsu og heilsu­far þjóða, seg­ir Stig Wall í til­efni verðlauna­af­hend­ing­ar­inn­ar.

Það var Sylvia Brustad, heil­brigðismálaráðherra Nor­egs, sem af­henti nor­rænu lýðheilsu­verðlaun­in á ráðherra­fundi í Norður-Nor­egi, en verðlauna­upp­hæðin er 50 þúsund sænsk­ar krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert