Tölva sem les svipbrigði

Bandarískir og breskir vísindamenn vinna nú að þróun búnaðar sem gerir tölvum kleift að lesa svipbrigði og tilfinningar úr andlitum manna. Þróun búnaðarins er raunar svo langt komin að gestum vísindasýningar Royal Society í Bretlandi í næstu viku verður boðið að taka þátt í tilraun með frumgerð "tilfinningalega meðvitaðrar" tölvu sem Cambridge-háskóli hefur smíðað.

Vonast aðstandendur búnaðarins til að þessi tækni muni m.a. nýtast við gerð miðla sem geti sérsniðið auglýsingar að neytendum. Þá gæti höfuðbúnaður sem hefði slíka tölvu innbyggða nýst sjúklingum sem þjást af einhverfu og hjálpað þeim að lesa tilfinningar annarra.

Í sem stystu máli les búnaðurinn 24 "andlitspunkta" með þeim ávinningi sem að framan er lýst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert