Íslendingar hamingjusamasta þjóð heims

mbl.is

Rann­sókn sem tveir hag­fræðing­ar við Há­skól­ann í Ástr­al­íu og Whart­on há­skóla í Penn­sylvan­íu í Banda­ríkj­un­um sýn­ir að Ástr­alir og Íslend­ing­ar eru ham­ingju­söm­ustu þjóðir í heimi. Þetta kem­ur fram á vef breska blaðsins The Guar­di­an. Í rann­sókn­inni var fjöldi áhrifaþátta met­inn á borð við lífs­lík­ur, mennt­un og lífs­skil­yrði. En þrátt fyr­ir að sól­skin virðist al­mennt vera mik­il­væg­ur þátt­ur í ham­ingju þá þykja Íslend­ing­ar jafn­vel ham­ingju­sam­ari en Ástr­alir.

Það voru vís­inda­menn­irn­ir Andrew Leigh og Just­in Wol­fers sem gerðu rann­sókn­ina og reyndu þeir að meta sem flesta þætti þar sem þeim þóttu töl­ur um þjóðarfram­leiðslu ekki gefa rétta mynd. Það reynd­ist rétt því til­tölu­lega fá­tæk lönd á borð við Mexí­kó og Níg­er­íu voru of­ar­lega á list­an­um.

Leigh seg­ir að þrátt fyr­ir að Ástr­alir vinni mikið og séu oft ósátt­ir í starfi þá séu þeir ham­ingju­sam­ari en flest­ir, þá seg­ir hann hugs­an­legt að veðrið eigi sinn þátt í ham­ingju­sem­inni en það sé aug­ljós­lega ekki til­fellið hjá Íslend­ing­um. Hag­vöxt­ur og lýðræði séu hins veg­ar áhrifa­mikl­ir þætt­ir.

Aust­antjaldsþjóðirn­ar fyrr­ver­andi eiga langt í land með að finna ham­ingj­una þótt tjaldið sé löngu fallið því Rúss­ar, Úkraínu­menn, Rúm­en­ar og Búlgar­ar sitja á botni list­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert