Smástirnið 2004 XP14 heimsækir reikistjörnuna Jörð

Reuters

Stórt smá­st­irni mun fara fram hjá jörðinni um helg­ina en stjörnu­fræðing­ar segja enga hættu á að það lendi á jörðinni. Smá­st­irnið, sem ber nafnið 2004 XP14, mun þjóta fram hjá í um 432.000 kíló­metra fjar­lægð frá jörðu, sem er litlu meira en fjar­lægð tungls­ins frá jörðu.

Stirnið mun sjást hvað best frá Norður Am­er­íku en þar geta áhuga­sam­ir séð ljós­dep­il á hreyf­ingu með góðum stjörnukíki. XP14 mun einnig sjást frá Evr­ópu en sést þar mun verr.

Hátt í fjöru­tíu smá­st­irni hafa komið nær jörðu und­an­far­in ár, en 2004 XP14 er það lang­stærsta. Smá­st­irnið er talið vera allt að 800 metr­ar að þver­máli. Vís­inda­menn ætla að rann­saka það þegar það fer fram hjá jörðu og reikna út stefnu þess en talið er að það muni eiga leið hjá jörðu a.m.k. tíu sinn­um til viðbót­ar á þess­ari öld.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert