Sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum leiddu til þungunar

Vísindamenn segja stórum áfanga náð í baráttunni gegn ófrjósemi karlmanna, með því að einrækta sáðfrumur úr fósturvísum. Tilraunir voru gerðar á músum með þessari aðferð og urðu þær þungaðar af slíkum sáðfrumum. Með þessu hefur fyrsta sinni verið sýnt fram á að sáðfrumur ræktaðar úr stofnfrumum í rannsóknarstofu geta leitt til þungunar. Ófrjóir karlar gætu því jafnvel farið í ,,sæðisflutning" í framtíðinni og átt þannig börn með eðlilegum hætti, þ.e. ekki tæknifrjóvgun.

Rannsóknin var unnin í Newcastleháskóla undir stjórn Karim Nayernia og birtist umfjöllun um rannsóknina í gær í tímaritinu Developmental Cell. Stofnfrumur voru teknar úr frumuklasa og ræktaðar á tilraunastofu. Voru fundnar sáðfrumur á frumstigi (e. spermatogonial stem cells) og ræktaðar upp í sáðfrumur í fullri stærð. Afkvæmi músanna urðu sjö, sex lifðu af en þó voru þrjú þeirra með fæðingargalla og því rannsóknir enn á tilraunastigi. Dagblaðið Independent segir frá þessu í dag.

Frétt Independent

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert