Tekjulágir Frakkar fá ódýrar nettengingar

Reuters

Tekjulágar franskar fjölskyldur munu, samkvæmt tillögu sem lögð hefur verið fram hjá franska þinginu, geta sótt um að fá tölvu og tengingu við netið fyrir eina evru á á dag. Þegar verkefnið hefst snemma á ári munu fjölskyldur sem annars hefðu ekki efni á að tengjast netinu fá tölvu, háhraðatengingu, hugbúnað auk kennslu í að nota tölvurnar.

Einkatölvur eru aðeins á um helmingi franskra heimila, stjórnvöld stefna að því að auka tölvueignina í 68% á þremur árum. Verkefnið er hluti af áætlun sem miðar að því að aðstoða fátækar fjölskyldur, en frönsk stjórnvöld hafa legið undir ámæli fyrir að sinna ekki þeim sem minna mega sín, ekki síst í kjölfar óeirðanna í landinu á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert