Geta ekki án símans verið

Reuters

Nýleg könnun sem gerð var í Bretlandi og náði til 16.500 farsímanotenda, bendir til þess að 90% breskra farsímanotenda komist ekki í gegn um daginn án farsímans. Samkvæmt könnuninni, sem verslanakeðjan Phone Warehouse lét gera, segir meirihluti notenda að farsímar hafi bætt líf þeirra, skoðanir eru hins vegar skiptar um það mál hjá þeim sem eldri eru. Þá viðurkenna 9% farsímanotenda að vera háðir símum sínum.

Rúmlega helmingur kvenna undir 25 ár aldri, eða 54%, sögðust hafa notað símann til að losna við að verða ónáðaðar. En alls höfðu 21% aðspurðra notað þessa tækni til að losna við að verða truflað.

Þjófar virðast líka hafa áhuga á tæknibyltingunni því síma hafði verið stolið af tíunda hverjum þeirra sem svöruðu spurningunni, flestir þeirra voru á aldrinum 18 til 24 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert