Þróar kort fyrir farsíma hjá Google

Banda­ríska vef­leitar­fyr­ir­tækið Google hef­ur und­an­far­in ár unnið að því að gera kort og gervi­hnatta­mynd­ir af heim­in­um aðgengi­leg í gegn­um vef­inn. Hægt er að nálg­ast þess­ar mynd­ir í gegn­um tölvu eða í gegn­um farsíma og hef­ur Guðmund­ur Haf­steins­son stýrt upp­bygg­ingu þess­ar­ar þjón­ustu fyr­ir farsíma. Nú á dög­un­um kynnti Google nýj­ung í farsímaþjón­ustu sinni, en nú er hægt að sjá um­ferðarþunga á stærstu hraðbraut­um Banda­ríkj­anna í gegn­um farsím­ann.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagði Guðmund­ur að hann hafi unnið að þessu verk­efni í rúmt ár: „Þetta verk­efni sem ég er að vinna að snýst í raun­inni um að fá kort frá Google í farsím­ann. Þetta er svipað og Google Maps, hægt er að færa kortið til, „súmma“ inn og út, leita að hlut­um, fá leiðbein­ing­ar til að kom­ast á milli staða og svo er hægt að fá gervi­hnatta­mynd­ir líkt og í Google Earth.

Og þetta fer allt fram á net­inu þannig að þetta kem­ur beint frá Google sam­tím­is. Nýj­ung­in sem við kynnt­um um dag­inn er sú að nú sjást græn­ar, gul­ar og rauðar lín­ur sem sýna hvernig um­ferðin er á hraðbraut­un­um í Banda­ríkj­un­um.“

Hægt að finna pitsustað í Frakklandi
Guðmund­ur hef­ur unnið hjá Google í eitt ár og kom fyrsta út­gáfa þessa verk­efn­is út í nóv­em­ber síðastliðnum. Spurður um hvort þessi þjón­usta væri mikið notuð sagði Guðmund­ur svo vera og væri á upp­leið: „Notk­un­in er að aukast á þessu. Það góða við þetta er t.d. að þetta er ókeyp­is frá Google, þú þarft bara farsíma sem við styðjum, og við styðjum mik­inn fjölda, og þú get­ur bara náð í þetta og notað þetta. Þarft ekki áskrift eða neitt og það ein­fald­ar þetta mjög mikið,“ en auk þess að geta notað þetta í Banda­ríkj­un­um er hægt að fá kort af Kan­ada, Frakklandi, Ítal­íu, Þýskalandi og Spáni en ein­ung­is er hægt að fá um­ferðar­upp­lýs­ing­ar í Banda­ríkj­un­um. Þrátt fyr­ir það eru mögu­leik­arn­ir nokkr­ir í Evr­ópu­lönd­un­um: „Það er t.d. hægt að leita að pitsustað í Frakklandi eða fá götu­kort af Berlín.“

Guðmund­ur seg­ir að hraðbraut­ar­viðbót­in hafi vakið frek­ar mikla at­hygli enda eru sum­ar af stór­borg­um Banda­ríkj­anna þekkt­ar fyr­ir stóra um­ferðar­hnúta og því ættu slík­ar upp­lýs­ing­ar að koma sér vel. Spurður um hvort slík þjón­usta muni verða í boði á Íslandi sagði Guðmund­ur létt­ur í bragði að það gæti verið auðvelt að fram­kvæma það: „Við vor­um ein­mitt að grín­ast með þetta að setja eina græna línu á Íslandi, sam­an­borið við Los Ang­eles,“ en á meðan sam­tal­inu stóð leiðbeindi Guðmund­ur blaðamanni í gegn­um tækn­ina og gat blaðamaður séð um­ferðarþung­ann í Los Ang­eles og var hann nokkuð þung­ur, gul­ar lín­ur víðast hvar og marg­ar rauðar, en lítið af græn­um enda há­anna­tími og klukk­an að ganga átta um morg­un og flest­ir á leið til vinnu.

Eins og lítið fyr­ir­tæki þrátt fyr­ir fjölda starfs­manna
Eins og áður seg­ir var klukk­an að ganga átta þegar blaðamaður ræddi við Guðmund og var hann þá löngu mætt­ur til vinnu. Lá bein­ast við að spyrja hvort þetta væri and­inn í fyr­ir­tæk­inu, að mæta eldsnemma og hætta seint: „Nei nei, það er all­ur gang­ur á þessu. Ég vinn frek­ar mikið með Evr­ópu þannig að það eru oft sím­töl á morgn­ana.“

Yf­ir­leitt eru um 2–10 manns í starfs­hóp­um hjá Google og seg­ir Guðmund­ur and­rúms­loftið vera mjög gott miðað við stærð vinnustaðar­ins, en tæp­lega átta þúsund manns starfa þar í dag: „Þetta er mjög frjótt um­hverfi. Það er verið að koma með nýj­ar hug­mynd­ir, ræða og pæla hvernig sé hægt að bæta heim­inn. Það er stöðugt verið að koma með nýj­ar leiðir til að gera hlut­ina. Google hegðar sér líka á marg­an hátt eins og lítið fyr­ir­tæki, það er auðvelt að koma hlut­um í gegn og það er ótrú­lega spenn­andi,“ og bætti Guðmund­ur við að góð sam­skipti væru á milli hátt og lágt settra og til marks um það sagði hann að marg­ir nýir starfs­menn væru undr­andi á því hvað allt væri opið og að umræðan væri sterk: „Inn­an fyr­ir­tæk­is­ins er ekki verið að leyna miklu og þaðfinnst mér nauðsyn­legt.“

Tækni­leg­ur bak­grunn­ur þykir nauðsyn­leg­ur
Guðmund­ur hef­ur nokkra reynslu af hug­búnaðar- og tölvu­brans­an­um en hann starfaði við hann hér á Íslandi áður en hann flutt­ist til Banda­ríkj­anna: „Ég flutti frá Íslandi 2003 og var þá bú­inn að vera á Íslandi að reka mitt eigið fyr­ir­tæki, sem hét Dím­on hug­búnaðar­hús, í nokk­ur ár. Ég fór þá út í MBA-nám í MIT-há­skól­an­um og flutti svo árið 2005 á vest­ur­strönd­ina og hóf störf hjá Google,“ en Guðmund­ur út­skrifaðist frá Há­skóla Íslands sem raf­magns­verk­fræðing­ur. Þrátt fyr­ir að vinna ekki við for­rit­un sjálf­ur þá þykir nauðsyn­legt að vera með tækni­leg­an bak­grunn til að skilja eðli og um­hverfi vör­unn­ar, en Guðmund­ur vann í farsíma­geir­an­um á Íslandi áður en hann flutt­ist út.

Um framtíðina taldi Guðmund­ur að mikið væri að fara að ger­ast í farsíma­heim­in­um. Mik­il áhersla væri lögð á þessa tækni, mörg stór­fyr­ir­tæki væru að vinna að henni og því væru mögu­leik­ar mikl­ir. Kortaþjón­ust­an ætti upp á pall­borðið hjá fólki sem væri á flakki, frem­ur en t.d. vefþjón­usta í sím­um. Auk þess taldi hann að fleiri nýj­ung­ar ættu eft­ir að koma fram í nán­ustu framtíð.

Hægt er að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um verk­efnið og nýta sér þjón­ust­una í gegn­um GSM síma með því að fara inn á vef­slóðina www.google.com/​gmm.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert