Reynt að bjarga hákörlum sem éta systkini sín

Gráu hákarlarnir við Ástralíu eru sjálfum sér verstir
Gráu hákarlarnir við Ástralíu eru sjálfum sér verstir Reuters

Vísindamenn reyna nú að rækta hákarlafóstur í tilbúnu móðurlífi, til að bjarga gráum hákörlum við strendur Ástralíu frá útrýmingu. Hákörlum af þessari tegund fækkar hratt vegna óhentugra aðferða við að fjölga sér, hákarlarnir éta nefnilega systini sín meðan þeir eru enn í móðurkviði.

Þegar meðganga hefst hjá hákörlunum gengur móðirin yfirleitt með rúmlega fjörutíu fóstur. Þegar hákarlarnir hafa náð um 10 sentimetra lengd hafa kjálkar þeirra fullþroskast og byrja þeir þá að ráðast hverjir á annan og éta sigurvegararnir systkini sín. Þegar meðgöngu líkur eru aðeins tveir hákarlar eftir.

Hákarlafræðingurinn Nick Otway segir þessa aðferð við að fjölga sér svo furðulega að öll röskun á umhverfi hákarlsins valdi því að stofninn minnki. Hákarlinn eignast aðeins tvö afkvæmi, á tveggja ára fresti.

Til stendur því að veiða hákarlana, ná úr þeim fóstrunum áður en þau byrja að éta hvert annað og rækta hákarlana í umhverfi sem líkist móðurlífi hákarlanna. Er þannig vonast að hægt verði að koma í veg fyrir að hákarlinn deyi út. Ekki er talið að fyrstu ,,glasa-hákarlarnir” fæðist fyrr en eftir fimm ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert