Ný símtækni: neytendur spara 20%

Skandínavíska símafyrirtækið Telia Sonera tilkynnti í Danmörku í dag fyrsta símtækið sem getur nýtt sér bæði farsíma og netsíma (IP). Tæknin verður markaðssett undir nafninu Home Free og geta notendur notað farsímann sinn í tengslum við tölvuna sína sem netsíma og nýtt sér þannig ákaflega ódýra símaþjónustu á netinu.

Fjarri heimilistölvunni virkar síminn eins og venjulegur farsími sem leitar sjálfkrafa að næsta farsímasendi.

Reiknað er með að er fram líða stundir geta notendur notað símann sinn sem IP síma á heitum reitum þar sem boðið er upp á þráðlausa nettengingu en Telia Sonera ákvað að einbeita sé rað heimamarkaðnum til að byrja með.

„Danskar fjölskyldur munu getað sagt upp samningnum á föstu símalínunni sinni heima án þess að glata símanúmerinu og sparað um 20%,” sagði Jesper Brøkner yfirmaður Telia Sonera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert