Ekki er nóg með að Plútó teljist ekki lengur reikistjarna, hann hefur líka verið sviptur nafninu, og heitir núna 134340, samkvæmt ákvörðun alþjóðlegu stjarnvísindasamtakanna í París í dag. Tungl Plútós, Charon, Nix og Hydra, hafa hlotið heitin 134340I, 134340II og 134340III. Áfram verður þó heimilt að nota heitið „134340 Plútó“.
Ekki eru allir stjörnufræðingar á eitt sáttir um að svipta Plútó reikistjörnutitlinum. Segja þeir ákvörðunina um það hafa verið tekna með ólýðræðislegum hætti. Á næsta ári er ætlunin að efna til ráðstefnu um nýja skilgreiningu á hugtakinu „reikistjarna“.