Meiri hætta á meðgönguvandamálum kvenna sem hafa bætt á sig við fyrri meðgöngu

Kvikmyndaleikkonan Demi Moore á forsíðu Vanity Fair árið 1991.
Kvikmyndaleikkonan Demi Moore á forsíðu Vanity Fair árið 1991. AP

Meiri hætta er á vanda­mál­um á meðgöngu hjá kon­um sem hafa bætt á sig nokkr­um kíló­um á meðgöngu en hjá kon­um sem hafa misst öll þau auka­kíló sem þær bættu á sig á fyrri meðgöngu. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC.

Sam­kvæmt nýrri rann­sókn sem fram­kvæmd var af sænska fyr­ir­tæk­inu Lancet auka jafn­vel örfá auka­kíló hætt­una á vanda­mál­um á meðgöngu hjá grann­holda kon­um. Sér­fræðing­ar segja þetta mikið áhyggju­efni í ljósi þess að offitu­vanda­málið sé sí­fellt að aukast um all­an heim og að fari fram sem horf­ir verði tvær af hverj­um þrem­ur kon­um of feit­ar árið 2010.

150.000 kon­ur tóku þátt í rann­sókn­inni en sam­kvæmt niður­stöðum henn­ar eyk­ur þyngd­ar­aukn­ing móður í kjöl­far fyrstu meðgöngu lík­urn­ar á háum blóðþrýst­ingi, syk­ur­sýki og því að börn fæðist and­vana. Þá aukast lík­urn­ar í sam­ræmi við hvert kíló sem móðirin hef­ur bætt á sig frá fyrri meðgöngu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert