Meiri hætta á meðgönguvandamálum kvenna sem hafa bætt á sig við fyrri meðgöngu

Kvikmyndaleikkonan Demi Moore á forsíðu Vanity Fair árið 1991.
Kvikmyndaleikkonan Demi Moore á forsíðu Vanity Fair árið 1991. AP

Meiri hætta er á vandamálum á meðgöngu hjá konum sem hafa bætt á sig nokkrum kílóum á meðgöngu en hjá konum sem hafa misst öll þau aukakíló sem þær bættu á sig á fyrri meðgöngu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var af sænska fyrirtækinu Lancet auka jafnvel örfá aukakíló hættuna á vandamálum á meðgöngu hjá grannholda konum. Sérfræðingar segja þetta mikið áhyggjuefni í ljósi þess að offituvandamálið sé sífellt að aukast um allan heim og að fari fram sem horfir verði tvær af hverjum þremur konum of feitar árið 2010.

150.000 konur tóku þátt í rannsókninni en samkvæmt niðurstöðum hennar eykur þyngdaraukning móður í kjölfar fyrstu meðgöngu líkurnar á háum blóðþrýstingi, sykursýki og því að börn fæðist andvana. Þá aukast líkurnar í samræmi við hvert kíló sem móðirin hefur bætt á sig frá fyrri meðgöngu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert