Tengsl milli neyslu á sykruðum gosdrykkjum og andlegrar vanlíðan

Íslenskir unglingar neyta of mikils sykurs og drekka gosdrykki í …
Íslenskir unglingar neyta of mikils sykurs og drekka gosdrykki í óhófi, að því fram kemur í skýrslu Manneldisráðs. mbl.is

Niður­stöður norskr­ar rann­sókn­ar benda til þess að tengsl séu milli and­legr­ar van­heilsu og neyslu sykraðra gos­drykkja. Þeir tán­ing­ar sem mest drukku af gosi voru lík­leg­ast­ir að þjást af of­virkni og and­legri van­líðan. Rann­sókn­in var gerð á 5.000 ung­ling­um, 15 og 16 ára göml­um.

Fylgst var með ung­ling­un­um og at­hugað hversu mikið þeir drukku af sykruðum gos­drykkj­um. Þá svöruðu þeir spurn­ing­um sem tengd­ust and­legri líðan þeirra. Þeir ung­ling­ar sem sögðust sleppa morg­un- og há­deg­is­mat drukku einna mest allra af gos­drykkj­um. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar eru birt­ar í tíma­rit­inu American Journal of Pu­blic Health en Reu­ters seg­ir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert