Niðurstöður norskrar rannsóknar benda til þess að tengsl séu milli andlegrar vanheilsu og neyslu sykraðra gosdrykkja. Þeir táningar sem mest drukku af gosi voru líklegastir að þjást af ofvirkni og andlegri vanlíðan. Rannsóknin var gerð á 5.000 unglingum, 15 og 16 ára gömlum.
Fylgst var með unglingunum og athugað hversu mikið þeir drukku af sykruðum gosdrykkjum. Þá svöruðu þeir spurningum sem tengdust andlegri líðan þeirra. Þeir unglingar sem sögðust sleppa morgun- og hádegismat drukku einna mest allra af gosdrykkjum. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í tímaritinu American Journal of Public Health en Reuters segir frá þessu.